Rauða borðið: Kvennabarátta á krepputíma
Miðvikudagar eru Rauðsokkadagar við Rauða borðið og þá er rætt um kvennabaráttu á tímum kóróna og kreppu, upplausnar og umróts. Hér koma að samtalinu Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunar- og sagnfræðingur og fyrrum þingkona Kvennalistans; Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Ísland; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; María Lilja Þrastardóttir Kemp, dagskrárgerðar -og fjölmiðlakona og stofnandi druslugöngunnar; Steinunn Ólína Hafliðadóttir, myndlistarkona og femínskur aðgerðasinni og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista. Er kvennabaráttan að endurnýja verkalýðsbaráttuna? Er stéttabaráttan að endurnýja kvennabaráttuna?