Rauða borðið: Kvennabaráttan á tímum samfélagsuppreisnar
Þráðurinn tekinn upp frá síðasta þætti um kvennabaráttu á krepputímum um stéttabaráttu og kvennabaráttu, en síðan snýst samtalið um uppreisnina í Bandaríkjunum, forréttindi, hvítleika, feðraveldið og nærliggjandi sveitir. Þátttakendur eru: Áa Einarsdóttir, mannfræðingur, heimildamyndakona og framkvæmdastýra Stelpur rokka!; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; Helga Lind Mar, framkvæmdastýra Stúdentaráðs og fyrrum skipuleggjandi druslugöngunnar; Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista; Kristín Jónsdóttir, Parísardaman sem er ein af aðstandendum femínska vefritsins Knúz og Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.