Rauða borðið: Landbúnaður framtíðar

S01 E113 — Rauða borðið — 29. okt 2020

Við Rauða borðið er rætt um landbúnað, ekki eins og hann hefur verið stundaður fram að þessu heldur miklu fremur hvernig landbúnaður verður á Íslandi í framtíðinni. Kórónafaraldurinn hefur dregið athygli að mikilvægi matvælaframleiðslu, kreppan að mikilvægi þess að búa til störf innanlands, loftslagsmálin að mikilvægi matvælaframleiðslu sem næst mörkuðum og fyrirsjáanleg lokun álvera að möguleikum á að nýta orku til að stóraukinna framleiðslu. Þau sem sitja við Rauða borðið eru: Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís; Eygló Björk Ólafsdóttir bóndi í Vallanesi og eigandi matvælafyrirtækisins Móðir Jörð; og Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí