Rauða borðið: Lífeyrissjóðirnir
Við Rauða borðið situr Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræddi hvernig hann vill sjá lífeyrissjóðina í framtíðinni. Hvað vill hann? Leggja sjóðina niður, reka fjármagns- og fyrirtækjaeigendur úr stjórnum þeirra, taka upp gegnumstreymissjóði, lækka iðgjöldin? Á eftir Ragnari koma hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Guðrún Johnsen og ræða fyrst um lífeyrissjóðina en síðan um kreppuna og hagfræði sóttkvíar, er hagkvæmara að sækja gjaldeyri til ferðamanna þótt það kosti lokun skóla eða er betra að hafa skólana örugga en missa af tekjum til ferðaþjónustufyrirtækja?