Rauða borðið: Lífið á landsbyggðinni

S01 E122 — Rauða borðið — 16. nóv 2020

Við Rauða borðið situr fólk sem á það sameiginlegt að hafa flutt út á land; Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuskona og sagnfræðingur á Ólafsfirði; Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari á Seyðisfirði; William Óðinn Lefever, kennari, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og sósuframleiðandi á Djúpavogi; Esther Ösp Valdimarsdóttir, mannfræðingur og tómstundafulltrúi á Hólmavík; og Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og bóndi í Gautavík í Berufirði. Hver eru gildi og gæði smærri samfélaga? Hver eru ágallar þorpsins og hverjir eru ókostir stærri byggða? En kostirnir?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí