Rauða borðið: Listin á tíma kórónafaraldurs
Við Rauða borðið setjast myndlistarmennirnir Egill Sæbjörnsson og Georg Óskar Giannakoudakis og rithöfundarnir Sigurbjörg Þrastardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl og ræða stöðu listarinnar á tímum kórónafaraldurs og kreppu, uppreisna og samfélagsátaka. Eru hinir áhugaverðu tímar uppspretta listar eða mun kreppan og veik efnahagsleg staða listamanna fella hana og meiða?