Rauða borðið – Nútíma peningamálastefna

S03 E019 — Rauða borðið — 16. feb 2022

Það er komið að Stephanie Kelton og nútíma peningastefnu í ferð okkar um áhrifamestu hagfræðinga samtímans. Nútíma peningastefna, Modern Monetary Theory MMT, er stefnt gegn ríkjandi peningamálastefnu sem hefur verið ríkjandi síðustu fjörutíu árin og hefur haft mikil áhrif á efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka vegna kórónusamdráttarins. Sumir segja til góðs, aðrir segja að vaxandi verðbólga sé einmitt afleiðing af MMT.

Til að ræða Stephanie Kelton og nútíma peningastefnu koma að Rauða borðinu Ólafur Margeirsson hagfræðingur sem mikið hefur ritað um MMT, Oddný Helgadóttir stjórnmálafræðingur sem einkum hefur rannsakað hagsögu, Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur sem rannsakað hefur Seðlabanka, og Jökull Sólberg Auðunsson, áhugamaður um hagfræði.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí