Rauða borðið – Ólafur Þ. um breytt flokkakerfi
Ólafur Þ. Harðarson kemur að Rauða borðinu og ræðir stærð bankasölumálsins mælt í fylgistapi ríkisstjórnarflokkanna og minnkandi trausti á forystufólk þeirra. Hafa ráðherrarnir eyðilagt möguleika sinna flokka í sveitarstjórnarkosningunum? Auk þessa ræðum við um breytingarnar á flokkakerfinu frá aldamótum, einkum frá Hruni; áhrif faraldurs og spillingarmála á traust og hvernig flokkarnir hafa það; hverjir geta vaxið og hverjir þurfa að horfa upp á hrörnun fylgis.