Rauða borðið – Pétur Gunnarsson: Heimshrun
Pétur Gunnarsson rithöfundur komst til vits og ára í kalda stríðinu miðju, var sautján ára þegar Leonid Breshnev tók við sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Óttinn um kjarnorkustyrjöld lá þá í loftinu og ógnarjafnvægið milli austur og vesturs mótuðu næstu áratugina, þar til múrinn féll þegar Pétur var 42 ár. Þá tók við nýtt tímabil sem nú hefur endað. Pétur verður 75 ára í sumar og horfir nú upp á heimshrun, ógnin sem tókst að einhverju leyti að halda í skefjum í kalda stríðinu virðist nú nær en nokkru sinni fyrr. Og bjargirnar færri og fjarlægari. Við förum í ferðalag með Pétri við Rauða borðið í kvöld, um heimsmálin um hans daga.