Rauða borðið: Ráð við kreppu og faraldri

S01 E130 — Rauða borðið — 26. nóv 2020

Við Rauða borðið situr Gylfi Zoega sérstakur gestur í hagfræðingaspjalli með þeim Ásgeiri Brynjari Torfasyni og Ólafi Margeirssyni. Er hægt að draga úr skaðanum af faraldrinum með því að viðhafa strangar sóttvarnaraðgerðir eða magna aðgerðirnar upp vandann? Hvers vegna hækkar eignaverð í kreppu og er það gott? Er gott að laun hækki eða dýpkar það kreppuna og seinkar viðspyrnunni? Á Seðlabankinn að prenta peninga inn í ríkissjóð eða inn í bankakerfið? Til hvers ætti að nota það fé? Er krónan góð í kreppu eða eykur hún við vandann? Þessi og fleiri álitamál verða borin á borð fyrir hagfræðingana.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí