Rauða borðið: Saga húsnæðiskreppu og lausna við henni

S02 E013 — Rauða borðið — 21. jan 2021

Við Rauða borðið ræðum við um húsnæðismál, sem snúast ekki um byggingaiðnaðinn heldur um velferð. Það er nefnilega sama hvað við reynum að byggja upp gott velferðarkerfi, ef það ríkir húsnæðisekla sem bítur hin lakar settu þá er það allt til einskis. Við förum yfir söguna frá því að verkalýðurinn í Reykjavík hírðist í vondu húsnæði snemma á síðustu öld, hvernig þá var brugðist við vandanum, í gegnum uppbyggingu verkamannabústaða og félagslegs húsnæðis, samvinnubyggingafélögin, að markaðsvæðingu húsnæðiskerfsins og niðurbroti verkamannabústaðanna, stöðnun hins félagslega kerfis og að stöðunni í dag, þegar stórir hópar komast í raun ekki inn á hinn svokallaða húsnæðismarkað, hvorki til að kaupa né leigja. Leiðsögumaður okkar í þessari ferð er Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur, sem rannsakað hefur húsnæðismálin áratugum saman.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí