Rauða borðið – Skólar og peningar
Við Rauða borðið verður farið yfir áhrif markaðshugsunar og nýfrjálshyggju á menntakerfið. Af hverju er samkeppni grunn- og framhaldsskóla um nemendur og kennara ekki endilega af hinu góða? Hvaða merki sjáum við um markaðsvæðingu menntunar hérlendis? Hver er tilgangur menntunar? Hvaða áhrif hefur markaðsvæðing menntunar á kynjajafnrétti?
Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Auður Magndís Auðardóttir nýdoktor við menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Gunnlaugur Magnússon aðstoðar-prófessor við Uppsalaháskóla og Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambandsins.