Rauða borðið snýr aftur
Rauða borðið snýr aftur í kvöld eftir hlé vegna innbrots og þjófnaðar á tækjum Samstöðvarinnar. Eftir stutt fréttayfirlit koma að Rauða borðinu þau Sonju Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða kjaramál, nýgerða samninga og þá sem fram undan eru. Hvað vill launafólk? Og hvernig ætla félögin að sækja það sem fólkið vill? Hafrannsóknarstofnun birti veiðiráðgjöf sína fyrir helgina, svo til óbreyttan afla frá fyrra ári. Jón Kristjánsson fiskifræðingur kemur að Rauða borðinu og gagnrýnir þessa ráðgjöf, en einkum þann grunn sem hún byggir á. Hann heldur því fram að við gætum veitt tvöfalt meira.