Rauða borðið: Stjórnarandstaða og almannasamtök

S01 E112 — Rauða borðið — 28. okt 2020

Við Rauða borðið er rætt um hvað beri að gera gagnvart kórónafaraldri og kórónakreppu og hvað er fram undan. Verða átök í samfélaginu þegar atvinnuleysið býtur fleiri og afleiðingar þess magna upp kreppuna og valda greiðsluvanda fjölskyldna og fyrirtækja? Mun fólk flykkja sér á bak við stjórnvöld á hættutímum? Mun ríkisstjórnarsamstarfið þola álagið? Er stjórnarandstaðan valkostur? Hvert er hlutverk verkalýðshreyfingar og hagsmunasamtaka almennings á óvissutímum? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí