Rauða borðið: Stjórnarandstaðan

S01 E086 — Rauða borðið — 11. ágú 2020

Við Rauða borðið er haldið áfram að ræða pólitíkina og kórónafaraldurinn. Í síðasta þætti kvörtuðu blaðamennirnir yfir að stjórnarandstaðan væri ekki nógu afgerandi valkostur á móti ríkisstjórninni og það sama sagði Gylfi Zoega í þar síðasta þætti. Þetta er útgangspunkturinn: Hvað er stjórnarandstaðan að gera í covid? Og hvað ætlar hún að gera í vetur? Þingmennirnir við Rauða borðið eru Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Björn Leví Gunnarsson pírati, Helga Vala Helgasóttir Samfylkingarkona og Andrés Ingi Jónsson, sem kaus stjórnarandstöðu utan flokka fram yfir stjórnarsetu með fyrrum félögum sínum í VG.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí