Rauða borðið: Stjórnarskrármálið
Við Rauða borðið er rætt um stjórnarskránna, bæði þá sem er í gildi og frumvarp stjórnlagaráðs (nýja stjórnarskráin) og hver munurinn er á þessum tveimur plöggum, hvaða réttarbætur eru í frumvarpinu sem ekki má finna í þeirri gömlu né í almennum lögum eða staðfestum sáttmálum. Við munum líka ræða hvernig leysa má þetta mál, hvernig hægt er að breyta stjórnarskránni eða setja nýja. Verður það gert með því að Alþingi samþykki frumvarpi, með smáskammtalækningum eða þarf að setja á laggirnar stjórnlagaþing og fela því að setja landinu stjórnarskrá? Til að ræða þetta og önnur mál er snerta stjórnarskránna koma að Rauða borðinu Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, stjórnlagaráðsfólkið Gísli Tryggvason lögmaður og Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðiprófessor, Helga Baldvins Bjargar, lögmaður og formaður Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, og Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.