Rauða borðið: Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum
Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum er til umræðu við Rauða borðið. Hvað gerist ef Trump tapar? En ef hann vinnur? Mun Repúblikanaflokkurinn jafna sig á Trump-tímanum? Er Bandarískt samfélag að klofna? Hvaða rullu mun vinstri armur Demókrataflokksins spila í ríkisstjórn Biden? Til að ræða þetta og annað sem tengist kosningunum eftir átta daga setjast við Rauða borðið stjórnmálafræðingarnir Indriði Indriðason og Silja Bára Ómarsdóttir, Magnús Helgason sagnfræðingur og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Þau hafa öll búið í Bandaríkjunum og þekkja stjórnmálin þar vel.