Rauða borðið – Stjórnmálaástandið
Við höldum áfram að ræða ástandið í pólitíkinni við Rauða borðið. Mun stjórnin springa? Mun Bjarni hætta? Munu stjórnarflokkarnir tapa í sveitarstjórnarkosningunum? Er hægt að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að stórskaða sjálfan sig? Hafa mótmæli áhrif? Getur stjórn án trausts stjórnað? Eru fram undan formannsskipti í flokkum?
Til að ræða þetta og fleira koma snjallir álitsgjafar að Rauða borðinu: Þórhildur Þorleifsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Atli Þór Fanndal.