Rauða borðið – Stríðstímar
Þegar vika er liðin frá innrás rússneska hersins í Úkraínu sökkva þessi ótíðindi inn, fólk áttar sig á að líklega er engan góðan enda á finna á þessum hörmungum. Um samfélögin fara stríðsæsingar, hervæðing magnast og það er sem heimurinn ætli að mæta framtíðinni undir alvæpni. Hvað eru þessi átök að afhjúpa? Sýna þau veikleika okkar eða styrk? Um þetta ræðum við við Rauða borðið í kvöld við Birgi Þórarinsson aka Bigga veiru tónlistarmann, Birgittu Jónsdóttur aktívista og fyrrum þingskáld og Ólaf Gíslason listfræðing.