Rauða borðið – Þjóðhagsráð: Hver er stefnan?
Við ræðum fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við Rauða borðið mánudagskvöldið 17. janúar eins og hún birtist í málefnasamningi, fjármálastefnu og fjárlögum. Erum við að sigla inn í uppbyggingartímabil eða niðurskurð? Hverju getur eftirlaunafólk og öryrkjar búist við á næstu misserum? Munu barnabætur og vaxtabætur halda áfram að hrörna? Stendur til að skattleggja hin ríku?
Til að ræða þetta mæta að Rauða borðinu hagfræðingar verkalýðshreyfingarinnar: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandinu, auk fastagesta Þjóðhagsráðs Rauða borðsins Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Kristrún Frostadóttir þingkona forfallaðist úr þætti kvöldsins.