Rauða borðið: Þjóðhagsráðið um Kyoto og tillögur SA
Við Rauða borðið er rætt um sektir sem Íslendingar þurfa að borga vegna þess að þeir hafa ekki efnt Kyoto-samkomulagið, um frumkvæði hins opinbera til atvinnusköpunar, hvort hækka eigi allar bætur og lægstu launa til að örva efnahagslífið og hvort mótefni í fulla dreifingu um mitt næsta ár muni valda því að allt hrökkvi í gírinn og allt verði eins og áður, meira að segja krónan. Til að ræða þetta koma hagfræðingarnir sem fylgt hafa Rauða borðinu fá upphafi; Ásgeir Brynjar Torfason og Ólafur Margeirsson, en Guðrún Johnsen forfallast að þessu sinni, þarf að sinna mikilvægari málum.