Rauða borðið – Upphaf Pútíns
Ingimar Ingimarsson arkitekt stundaði viðskipti í Leningrad eftir hrun Sovét, eins og Pétursborg hét þá. Og þau sem voru í viðskiptum í borginni á þessum tíma gátu fátt gert nema með blessun fyrrum KGB-manna sem hreiðrað höfðu um sig í stjórnsýslu borgarinnar, kröfðust þóknunar fyrir öll viðvik og seldu fyrirtækjum öryggisþjónustu og vernd. Sá sem stýrði þessari starfsemi var Vladimir Pútín, sem Ingimar hitti oft bæði í selskap og vegna viðskipta. Pútín og klíkan í kringum hann náði síðar völdum í Rússlandi og stjórna landinu nú eins og þeir stýrðu glæpaklíkunni fyrir þrjátíu árum. Ingimar segir okkur þessa sögu við Rauða borðið í kvöld.