Rauða borðið: Upplausn Bandaríkjanna

S01 E052 — Rauða borðið — 2. jún 2020

Við Rauða borðið sest fólk sem bjó í Bandaríkjunum um langa stund og veltir fyrir sér ástandinu þar, séð frá Íslandi: Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; Sólveig Ásta Sigurðardóttir, doktorsnemi í bókmenntum; Snorri Sturluson leikstjóri og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. Hversu djúpt rista kynþáttafordómar Bandaríkin? Er Donald Trump forseti kynþáttahatara? Eru Bandaríkin að leysast upp, hvað getur haldið þeim saman? Hvaða áhrif hafa mótmælin nú á stjórnmálin og komandi kosningar?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí