Rauða borðið: Var Jesús sósíalisti?

S01 E135 — Rauða borðið — 3. des 2020

Við Rauða borðið veltum við upp gamalli spurningu í tilefni aðventunnar: Var Jesús Kristur sósíalisti? Auðvitað varð sósíalisminn til löngu eftir að Jesús steig upp til himna, og því er spurningin kannski marklaus; en samt hefur henni verið kastað frá síðustu rúmu hundrað árin eða svo. var samstaða Jesús með hinum útskúfuðu, valdalausu og smáðu sósíalismi? Og andstaða hans gagnvart valdafólki sinnar tíðar og fullyrðing hans um hversu erfitt það myndi reynast ríkum manni að komast inn í himnaríki? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu fjórir guðfræðingar og prestar: Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson Ása Björk Ólafsdóttir og Davíð Þór Jónsson.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí