Rauða borðið – Verstöðin: Áhrif kvóta á sjávarbyggðir

S03 E026 — Rauða borðið — 2. mar 2022

Við höldum áfram að ræða kvótakerfið við Rauða borðið. Nú er komið að áhrifum kvótans á sjávarbyggðir. Sumar byggðir hafa dregið til sín kvóta en aðrar misst hann frá sér. Hvaða áhrif hefur þetta haft á fólk og samfélag? Er þetta nauðsynleg þróun til að auka skilvirkni, hagkvæmni og þjóðhagslegan ábata eða kannski þveröfugt; þróun sem leiðir til sóunar, óhagkvæmni og minni ábata.

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði, Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík, Sveinbjörn Jónsson fyrrverandi sjómaður, Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og fyrrum þingmennirnir Ólína Þorvarðardóttir og Sigurjón Þórðarson.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí