Rauða borðið – Verstöðin: Svindl í sjávarútvegi

S03 E022 — Rauða borðið — 23. feb 2022

Við ræðum víðtækt, rótgróið og alvarlegt svindl innan kvótakerfisins við Rauða borðið í kvöld; allt frá fiski sem er kastað fyrir borð, í gegnum svindl á vigt og sölu á undirvirði, gengum faktúrufölsun, skattsvik, undanskot frá launum, að földu fé í aflöndum, mútur og peningaþvætti. Hefur kvótakerfið magnað upp spillingu í sjávarútvegi? Var sú mynd sem Kveiksþættirnir um Samherja afhjúpuðu raunsönn mynd af íslenskri stórútgerð?

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Sigurjón Þórðarson fyrrum þingmaður, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, Arnar Atlason formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, Kári Jónsson sjómaður, Benedikt Bjarnason fyrrum starfsmaður Fiskistofu, Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí