Rauða borðið: Voru mistök að opna landið?
Að Rauða borðinu kom Gylfi Zoega prófessor í hagfræði, en hann benti á það í vor mikil verðmæti fælust í því fyrir landsmenn að fá að lifa í smitlitlu eða smitlausu samfélagi, að það að gera lifað, starfað og leikið sér án ótta við að smitast eða smita aðra. Þá spurði Gylfi hvort að efnahagslegir hagsmunir ferðaþjónustufyrirtækja af gjaldeyristekjum gætu vegið þetta upp, hvort stjórnvöld væru ekki að fórna miklum almannahagsmunum fyrir litla sérhagsmuni með því að gera samgöngur til og frá landinu auðveldari. Nú þegar við erum aftur lent í hringiðu faraldursins verða þessar spurningar Gylfa enn beittari.