Rauður raunveruleiki – Baráttan fyrir réttlæti; Bandaríkin og Bretland

S03 E011 — Rauður raunveruleiki — 24. jún 2023

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins fjöllum við um forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum sem ráðandi öfl sameinast um að halda niðri. Við fjöllum um Robert Francis Kennedy Jr, Marianne Williamson og Dr. Cornel West og hvernig fjölmiðlaumfjöllun um þessa frambjóðendur fer fram. Við sýnum myndbönd úr fjölmiðlum og bita úr viðtölum við þessa frambjóðendur og ræðum um innihald og samhengi þess sem fer þar fram

Þættinum er stýrt af Oliveri Axfjörð Sveinssyni, sem er nýr þáttarstjórnandi hjá Rauðum raunveruleika, ásamt Karli Héðni Kristjánssyni. Við fengum til okkar þá Sæþór Benjamín Randalsson og Trausta Breiðfjörð Magnússon en Sæþór ólst upp í Bandaríkjunum og getur sagt okkur frá sinni upplifun og þekkingu þaðan.

Við fjöllum líka um hvernig Jeremy Corbyn var bolað frá völdum innan Enska Verkamannaflokksins en Al Jazeera komst yfir gögn í fyrra sem sýna fram á hnitmiðaða herferð innan flokksins sem olli því að honum var bolað út.

Hvað þýðir þetta allt saman fyrir baráttuna um réttlátari heim?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí