Rauður raunveruleiki – Baráttan fyrir strandveiðum

S03 E013 — Rauður raunveruleiki — 13. júl 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ræðum við við strandveiðisjómenn um baráttuna fyrir réttinum til að sækja sjóinn. Strandveiði var nýlega stöðvuð vegna þess að ekki var gefinn nægur kvóti inn í kerfið. Veiðin á að standa í 48 daga, frá 1. maí er til 31. ágúst, og tók það mikla baráttu að fá þetta fram, en undanfarin ár hefur veiðin verið stöðvuð löngu áður en tímabilið á að klárast. Vegna þessa hefur Strandveiðifélagið boðað til mótmæla næstkomandi laugardag. Við ætlum að spjalla við strandveiðisjómenn um baráttu þeirra fyrir að fá að fiska sjóinn og fræðast um eðli strandveiðanna, af hverju þær eru umhverfisvænni en veiðar á stærri skipum og hversvegna strandveiði getur verið svona félagslega farsæl fyrir okkur sem samfélag.

Í þáttinn koma Kjartan Sveinsson formaður Strandveiðifélagsins, Guðlaugur Jónasson strandveiðimaður og Rut Sigurðardóttir strandveiðikona. Hún gerði heimildarmynd um strandveiði sem kemur út á næstunni og ber nafnið „SKULD”.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí