Rauður raunveruleiki – Blái herinn og umhverfið okkar / Tómas J. Knútsson

S03 E005 — Rauður raunveruleiki — 27. mar 2023

Blái herinn hefur týnt plast við strendur Íslands og á landi og hafa þau týnt á þeim 28 árum sem þau hafa starfað gífurlegt magn af plasti sem væri annars ennþá á reiki í náttúrunni og sjónum.

Tómas J. Knútsson er stofnandi Bláa hersins en ferðalag hans byrjaði þar sem hann var að kafa við Íslandsstrendur og sá allt það magn plasts sem hafði safnast upp víðsvegar um landið, við bryggjur og allsstaðar annarsstaðar. Við tókum gott spjall við Tómas um Bláa herinn, störf þeirra og umhverfismál í víðara samhengi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí