Rauður Raunveruleiki – Hallfríður Þórarinsdóttiir: Málfar, elítismi, stéttir

S02 E015 — Rauður raunveruleiki — 11. apr 2022

Í kvöld ætlum við að ræða málfar og tengsl þess við stétta- og virðingarstöðu á Íslandi. Hvernig fólk er stimplað úr umræðunni fyrir að tala ekki “nógu góða” íslensku eða fallbeygir ekki hlutina 100% rétt. Þetta á við um fólk af erlendum uppruna en líka um Íslendinga sem koma úr lægri stéttum. Þar er annað orðalag notað en hjá þeim hærri settu.

Gestur kvöldsins er Hallfríður Þórarinsdóttir. Hún er menningarmannfræðingur og skrifaði doktorsritgerð sem heitir: “Purity and Power: The Policy of Purism in Icelandic Nationalism and National Identity.” Við ræðum við hana um inntak þessarar ritgerðar, sem fjallar um hvernig stefnan um “hreinleika” hefur mótað þjóðarvitund Íslendinga. Út frá því tökum við umræðu um málfar og hvernig það getur hólfað fólk í mismunandi virðingarstiga og stéttir innan þjóðfélagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí