Rauður raunveruleiki – Lindarhvoll ehf, greinargerð Sigurðar
Í Rauðum raunveruleika kvöldsins köfum við í grein setts ríkisendurskoðenda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvol. Greininni var nýlega lekið af Sigurði sjálfum og þingkonu Pírata Þórhildi Sunnu. Sigríður grípur til þessarar ráða því enginn annar farvegur virtist honum opinn til að koma grein sinni út, grein sem hann skilaði Alþingi árið 2018.
Í þættinum förum við í efni greinarinnar, útskýrum hvað Lindarhvoll er og hvað grein Sigurðar segir. Þetta er fyrsti þátturinn af nokkrum þar sem við munum skoða málefni Lindarhvols og pólitíkina á bak við það. Umsjónarmenn þáttarins eru Karl Héðinn Kristjánsson og Oliver Axfjörð Sveinsson.