Rauður raunveruleiki – Mannúðarkrísa / Morgane Priet-Mahéo
Það er mannúðarkrísa á Íslandi. Stjórnvöld hafa einbeittan brotavilja gagnvart börnum og fullorðnum á flótta og vilja láta almenning halda að flóttafólkið sé sérstakt vandamál fyrir hagkerfið og velferðarkerfið. Þetta er kolrangt og svívirðilegt bull sem örvæntingarfullt auðvald reynir að sannfæra okkur um til að færa athyglina frá sjálfu sér. Á sama tíma eru öryrkjar látnir bíta í það súra, velferðarkerfin hnigna og eru einkavædd og þeim freku, sterku og siðlausu er gefið endalaust færi á að svína á almenningi.
Til þess að ræða þessi mál með okkur höfum við fengið til okkar Morgane Priet-Mahéo frá samtökunum Réttindi barna á flótta. Hún hefur verið í fremstu víglínu að hjálpa því flóttafólki sem auðvaldið vill skrýmslavæða svo almenningur horfi á það frekar en sig sjálft.
Þátturinn er í umsjón Karl Héðins Kristjánssonar og Oliver Axfjörð Sveinssonar