Rauður Raunveruleiki – Rasísk ummæli, nýjust fréttir og Thomas Sankara
Í rauðum raunveruleika dagsins byrja Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn á umræðu um helstu fréttir og atburði helgarinnar. Rasísk ummæli Sigurðar Inga, viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur og hvar við erum stödd sem þjóðfélag í kjölfar sölu á Íslandsbanka sem rússnesk stjórnvöld myndu verða stolt af. Olígarkar að teygja arma sína um allt samfélagið á sama tíma og verðlaunablaðamenn liggja undir yfirheyrslum útsendara Samherja.
Síðan ræða þeir Thomas Sankara, sem var forseti Burkina Faso frá 1983 þar til hann var myrtur fjórum árum seinna. Hann var hugsjónarmaður sem tileinkaði sér marxísk gildi. Ekkert er svart og hvítt í sögunni en hann er enn í dag gríðarlega vinsæll í landinu, og margir líta hlýjum augum til baka á valdatíð hans.