Rauður raunveruleiki – Skattkerfið og pólitíska hagkerfi sjávarútvegsins

S03 E018 — Rauður raunveruleiki — 28. júl 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld fáum við til okkar Indriða Þorláksson í spjall um skattkerfið og pólitíska hagkerfi sjávarútvegsins. Indriði er hagfræðingur og hefur starfað í mörgum í fjármálaráðuneytinu og víðar ásamt því að hafa verið ríkisskattstjóri á árunum 1999 til 2006.

Við ætlum að læra af Indriða um þróun skattbyrðarinnar, hvernig hún hefur breyst undanfarna áratugi og hvað þurfi að gera til að bæta stöðuna. Við viljum líka velta fyrir okkur arðsemi sjávarútvegsins, hvernig henni skipt. Hversu mikið er að fara til þjóðarinnar og hversu mikið til eigendanna? Þetta og fleira áhugavert í Rauðum raunveruleika í kvöld á Samstöðinni klukkan 17:30

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí