Rauður raunveruleiki – Ungir Umhverfissinnar / Finnur Ricart Andrason
Í kvöld fáum við til okkar Finn Ricart Andrason, forseta Ungra Umhverfissinna. Við munum ræða um veðurfarsbreytingar, vistkerfin, útblástur Íslands á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum og um það hver ábyrgð einstaklinga er, á móti ábyrgð stórra fyrirtækja og ríkisstjórna.
Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva Bjarnadóttur, Karls Héðnis Kristjánssonar og Olivers Axfjörð Sveinssonar.