Rauður raunveruleiki: Vestur – Afríka og heimsvaldastefnan

S03 E019 — Rauður raunveruleiki — 21. ágú 2023

Oliver Axfjörð og Karl Héðinn snúa aftur með Rauðan raunveruleika í kvöld og segja frá atburðum síðastliðinna ára í Vestur-Afríku. Nýlega var valdarán í Níger en það var bara nýjasta valdaránið í röð atburða sem er að breyta örlögum svæðisins og kannski allrar Afríku.

Í vestrænum fjölmiðlum er okkur sagt að valdaránið sé hræðileg þróun en við fáum minna að heyra um hvernig heimsvaldastefnan hefur haldið þessum þjóðum í sárri fátækt enn þann dag í dag á meðan vestræn fyrirtæki stórgræða á auðlindum og neyð fólks í Vestur-Afríku.

Við munum fjalla um útflutning þessara þjóða á gulli og öðrum auðlindum, gögn sem sýna fram á hversu svakalega þessar þjóðir eru arðrændar. Við munum skoða sögu Búrkínó Fasó og byltinguna þar sem átti sér stað árið 1983 en lauk með morðinu á leiðtoga byltingarinnar, Thomas Sankara, árið 1987. Forseti Búrkína Fasó segist í dag vilja ganga í spor hans og forsætisráðherrann nýi hefur sagt að landið muni stefna í nýja átt, í anda byltingar Sankara, áttina sem þjóðin vildi fara en heimsvaldastefnan neitaði þeim.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí