Reiðhjól, karlmennska, öryggismál, Viðreisn og leikrit um fatlaða konu
Fólk sem ferðast um borgina á hjólum ræðir samgöngumál við Rauða borðið: Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður, Herdís Schopka jarðfræðingur, Örn Bárður Jónsson prestur og Gísli Tryggvason lögmaður lýsa samgöngum höfuðborgarsvæðisins séð af hnakki reiðhjóls. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur lítur við og ræðir samtöl um karlmennsku sem verða við Rauða borðið á næstu vikum. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við okkur um Eystrasaltslöndin, aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, hrörnandi hagkerfi og vaxandi stórveldaátök. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksmaður Viðreisnar segir frá áherslum flokksins og metur stöðu stjórnmála í vikulegum þætti þingsins. Við fjöllum um leikritið Taktu flugið, beibí sem segir sögu fatlaðrar konu. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir höfundur, leikari og aðalpersóna, Ilmur Stefánsdóttir leikstjóri og leikararnir Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og ræða verkið og erindi þess.