Reykjaneseldar
Rauða borð kvöldsins verður tileinkað að mestu eldsumbrotum á Reykjanesi og afleiðingum þeirra. Við ræðum við Pál Þorbjörnsson fasteignasala frá Grindavík sem nú býr í Reykjanesbæ, þar sem er heitavatnslaust. Páll Valur Björnsson hefur líka verið á flótta frá í nóvember og segir okkur hvaða áhrif Reykjaneseldar hafa á fólk. Við fáum Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing til að greina stöðuna og sláum á þráðinn til fólks í Reykjanesbæ: Hilmar Braga Bárðarson fréttastjóra Víkurfrétta og Sigurjóns Magnúsar Egilsson blaðamanns sem býr í Njarðvík. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kemur í þáttinn eftir fund með almannavörnum og lýsir áföllum dagsins og til hvaða aðgerða verður gripið. Vilhjálmur Árnason þingmaður Grindvíkinga fer yfir hvað pólitíkin og stjórnvöld þurfa að gera.