Reykjavíkurfréttir – Sunnutorg og skaðaminnkun
Borgarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon fara yfir málin í borginni, í Reykjavíkurfréttum. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista kemur í stúdíóið og ræðir við okkur fréttir vikunnar. Eftir það skoðum við Sunnutorg og veltum því fyrir okkur hvað eigi að gera við þessa byggingu, sem hefur átt betri daga. Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra og talskona Rótarinnar – Félags um velferð og lífsgæði kvenna og Kristján Ernir frá Viðmóti – notendasamtökum, koma til okkar í þáttinn að ræða skaðaminnkun, þar sem áhersla er lögð á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna. Við fjöllum einnig um hlutverk sveitarfélaga í þessum málefnum.