Ríkisstjórn, kennaraverkfall, glæpir, rasismi, Mogginn, lágstéttarkona trú og baskavígin

S06 E026 — Rauða borðið — 3. feb 2025

Við byrjum á að fara yfir verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar og fáum síðan forystu kennara til ræða yfirstandandi og komandi verkföll: Haraldur Freyr Gíslason, formaður leikskólakennara, Mjöll Matthúasdóttir, formaður grunnskólakennara, Guðjón Hreinn Hauksson formaður framhaldsskólakennara og Sigrún Grendal formaður tónlistarkennara mæta að Rauða borðinu. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræðir um undirheimana og þróun glæpa á Íslandi. Oddný Eir og María Lilja fóru á stúfana og heyrðu hvað fólk á förnum vegi hefur að segja um rasisma, og svo berst talið líka að Grænlandi. Er Morgunblaðið fyrst og fremst í pólitík fremur en sanngjörnum fréttum þessa dagana? Blaðamennirnir Ólafur Arnarson, Jón Ferdinand Esterarson, Oddný Eir Ævarsdóttir og Atli Þór Fanndal ræða málin með Birni Þorláks. Þórey Birgisdóttir leikari og Anna María Tómasdóttir leikstjóra hafa þýtt og staðfært einleikinn Ífigeníu í Ásbrú, sem Þórey leikur snilldarvel í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um grimman samtíma okkar, segir sögu stúlku sem við kannski sjáum ekki og viljum ekki sjá. Karlar sækja kirkjuna í auknum mæli, er það jákvæð þróun eða ber það vott um afturhvarf til íhaldsins? María Lilja fær til sín þau Karl Héðinn Kristjánsson og Ingu Auðbjörgu Straumland sem eiga það sameiginlegt að vera forsvarsfólk lífskoðunarfélaga: DíaMat og Siðmenntar. Í Tjarnabíói er annar einleikur um baskavígin, byggður Arisman eftir Tapio Koivukari. Þar fer Elfar Logi Hannesson með hlutverk Jóns lærða sem afhjúpaði glæpa Ara í Ögri (sem Elfar Logi leikur líka). Við fáum hann og dóttur hans, Sunnefu Elfarsdóttur búningahönnuð, ásamt Héðni Birni Ásbjörnssyni formanni Baskasetursins og Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing til að ræða verkið og fjöldamorðin á baskneskum skipbrotsmönnum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí