RÚV, forseti, Grindavík og Vestmannaeyjagosið

S05 E012 — Rauða borðið — 16. jan 2024

Það hefur verið deilt um fréttaþjónustu Rúv undanfarið og tengist skyldum Ríkisútvarpsins og öryggishlutverki – ekki síst í náttúruhamförum. Björn Þorláks ræðir nú við Boga Ágústsson fréttaþul og fyrrum fréttastjóra Rúv um ýmis álitaefni. Sigríður Hrund Pétursdóttir vill verða forseti og ætlar í framboð. Við spyrjum hvers vegna. Dagmar Valsdóttir rak gistiheimili í Grindavík og vann á leikskólanum. Líf hennar er nú í upplausn eins og samfélagið í Grindavík. Við fáum hana til að segja reynslu sína. Eftir gosið í Vestmannaeyjum voru þeir bræður Gísli og Arnþór Helgasynir með þáttinn Eyjapistill í Ríkisútvarpinu, fjölluðu þar um samfélag á flótta undan náttúruhamförum og límdu að að mörgu leyti saman. Gísli Helgason rifjar upp þessa tíð við Rauða borðið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí