Sakamál, fíkn, spilling, bækur og pólitík

S05 E233 — Rauða borðið — 12. nóv 2024

Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir uppistandari, Halla B. Þorkelsson hjá Heyrnarhjálp og Teitur Atlason kryfja samtímann í beinni útsendingu með Birni Þorláks. Sigrún Sigurðardóttir doktor í hjúkrunarfræði og prófessor við HA, Daðey Albertsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna, Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og óvirkur alkóhólisti koma og ræða að aldrei hafa fleiri látist úr lyfjaeitrunum en nú er kemur að ungu fólki. Hvað er til ráða? Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur kemur og segir nokkur orð um Jón Gunnarsson og spillingarmál sem nú skekur stjórnsýsluna. Sigþrúður Gunnars, framkvæmdastjóri Forlagsins, kemur og ræðir árekstra bóksölu og kosninganna. Og í lokin kemur Soffía Sigurðardóttir og segir Gunnari Smára Egilssyni frá Geirfinnsmálinu í tilefni af nýrri bók bróður hennar, Sigurðar Björgvins. Var rannsóknin þvæla byggð á sandi?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí