Samfélagið, neytendur og aulindin
Við reynum að átta okkur á samfélaginu og fáum til aðstoðar þau Ingunni Snædal, Halldór Auðar Svansson og Jökul Sólberg Auðunsson. Hvernig hefur samfélagið það? Eru átök og um hvað eru þau? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur og segir okkur fréttir af baráttu neytenda. Tillögur sáttanefndar Svandísar Svavarsdóttur um sjávarútveg fer misjafnlega í fólk. Jón Kristjánsson fiskifræðingur er til dæmis ekki ánægður. Hann segir okkur hvers vegna. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.