Samfylking, áfengi, djöfulsins karlar og eitrið í samfélaginu

S05 E183 — Rauða borðið — 16. sep 2024

Logi Már Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræðir pólitískan samtíma og sögu flokksins frá því að Vinstri stjórnin var við völd eftir hrun. Árni Guðmundsson félagsfræðingur kærði sjálfan sig fyrir ólögleg áfengiskaup til að láta reyna á lög og reglur samfélagsins. Hann lýsir áhyggjum af bresti í forvörnum ungmenna og hans skilaboð til Hagkaupa eru: Hættið að selja áfengi! Þórdís Gísladóttir þýðandi segir okkur frá bókinni Þessi djöfulsins karla eftir Andrev Walden, sem er uppvaxtarsaga en fjallar líka um konu sem vill bjarga körlum sem reynast bölvaðir drullusokkar þegar á reynir. Séra Örn Bárður Jónsson jarðsöng Bryndísi Klöru, sautján ára stúlku sem lést eftir árás. Hann segir að Íslendingar þurfi að ræða eitrið í samfélaginu.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí