Samningar, verkföll, laxar og landsdómur
Við ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR um kjarasamninga sem hann undirritaði en segir ekki góða. Hver er staðan í stéttabaráttunni? Guðmundur Auðunsson segir okkur frá verkföllum og átökum í Bretlandi. Deilt er um laxeldi á Íslandi. Við förum yfir þau mál næstu kvöld, byrjum á Auði Önnu Magnúsdóttur hjá Landvernd. Við ræðum síðan við Jón Ólafsson prófessor um landsdómsmálið yfir Geir H. Haarde. Og förum yfir fréttir dagsins.