Sanna Reykjavík – Félagsbústaðir hækka leigu

S04 E022 — Reykjavíkurfréttir — 29. sep 2023

Félagsbústaðir kynntu nýverið breytingar á leigu sem leiðir til þess að stór hópur sér nú fram á að greiða hærri leigu. Breytingin mun hafa áhrif á 2.649 leigjendur hjá Félagsbústöðum, þar sem leiga hækkar hjá 1.538 leigjendum en lækkar hjá 1.111 leigjendum. Breytingin er kynnt af Félagsbústöðum sem aðferð í því að jafna leiguverð á milli ólíkra íbúða þannig að leigan sé sem jöfnast óháð staðsetningum og fleiri þáttum. Leigjendur Félagsbústaða búa við erfiða fjárhagslega stöðu og geta ekki greitt hærri leigu. Í þættinum í dag kemur til okkar leigjandi Félagsbústaða, Svandís Ragnarsdóttir og veitir okkur innsýn í veruleika leigjenda og hvernig er að fá tilkynningu um leiguhækkun.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí