Sanna Reykjavík Hús á hjólum – framtíð hjólhýsa- og húsbílabyggðar
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og Pascale Elísabet Skúladóttir mæta í þáttinn og segja okkur frá búsetunni í hjólhýsa- og húsbílabyggð, kosti þess að búa í húsnæði á hjólum og af hverju slíkt búsetuform varð fyrir valinu hjá þeim. Íbúar hafa dvalið í slíku húsnæði í Laugardalnum en þurftu nýverið að færa sig. Nú halda íbúarnir til á Sævarhöfðanum sem er langt frá því að henta til búsetu. Við fáum innsýn inn í núverandi stöðu, áhyggjur íbúanna og markmið þeirra en íbúar hafa lengi kallað eftir því að borgaryfirvöld skilgreini langtímasvæði fyrir búsetu í hjólhýsum, húsbílum og smáhúsum. Einnig fjöllum við um stöðuna erlendis þar sem önnur lönd eru komin lengra á veg en Ísland hvað þetta varðar.