Sanna Reykjavík – Mygla í leikskóla

S04 E012 — Reykjavíkurfréttir — 25. jan 2023

Foreldrar barna í leikskólanum Hlíð hafa staðið í stappi við borgina eftir að húsnæði leikskólans var lokað vegna myglu. Börnin voru flutt í bráðabirgðahúsnæði í öðru hverfi borgarinnar með tilheyrandi raski. Foreldrar greina frá aðgerðarleysi og óvissu þar sem ekki hafi komið fram skýrar upplýsingar um framtíð leikskólans. Óvissa fylgir stöðunni þar sem foreldrar fara með börnin í leikskóla í öðru hverfi með tilheyrandi álagi á börn og foreldra. Fríða Sigurðardóttir og Tanja Bjarnadóttir foreldrar barna í Hlíð koma í þáttinn og segja okkur frá stöðunni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí