Sanna Reykjavík – Staðan í borginni
Að þessu sinni munu borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða stöðuna í borginni. Við förum yfir það hvernig hægt er að berjast fyrir réttindum og bættum kjörum innan borgarinnar. Áhersla verður sett á framfærslu, húsnæðismál, og mikilvægi þess að rödd íbúanna og þeirra sem best þekkja til, sé í allri stefnumótun. Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.